Sunday 5 August 2012

Helgihald í Kanada

Vikan hefur verið skemmtileg hér í Prince Albert. Ég hóf störf við Messiah kirkjuna á miðvikudaginn og líkar vel við allar aðstæður. Skrifstofan mín er rúmgóð og falleg, það vantar bækur í hillurnar en úr því mun væntanlega rætast þegar ég fæ kassana mína í lok mánaðarins. Ég notaði þessa fyrstu daga ágústmánaðar til að undirbúa mig fyrir messuna sem var í dag, sunnudag. Allt gekk vel í messunni, ég gleymdi aðeins einum sálmi sem við sungum þá bara síðar í messunni. Ekkert mál að impróvísera hér :) Ég var ánægð með viðbrögð safnaðarfólksins sem tóku vel á móti nýja prestinum sínum með hlýjum orðum eftir messu. Síðan var boðið upp á köku og kaffi - risakaka var á borðum sem ég fékk að vita að væri líka afmæliskaka fyrir mig. Þau kunna þetta, hér í Kanada :)

Það sem mér finnst skemmtilegt hér í kirkjunni er að á opnunartíma hennar koma margir safnaðarmeðlimir í heimsókn - bara svona til að heilsa upp á okkur og spjalla smá. Það þýðir jú að konan kemst ekki alveg eins hratt yfir verkefnin en í staðinn fæ ég tækifæri til að kynnast fólki. Í messunni í dag voru öll með nafnspjald í barminum og það var aldeilis gott. Gerir mér kleift að læra nöfnin hraðar. Á fimmtudag átti ég afmæli og ég fékk blóm og kort frá fullt af fólki. Einhvern veginn hafði fréttin um að ég ætti afmæli borist til margra.

Eftir messu í dag fór ég á rúntinn með einni sem er í söfnuðinum, Jennifer. Við keyrðum að vatni sem heitir Emma. Þar sátum við og gæddum okkur á ís og sátum í sólinni. Veðrið var yndislegt, 24 gráður en nægur vindur frá vatninu til að kæla okkur niður. Við ætluðum að fara á flugsýningu rétt fyrir utan bæinn en traffíkin var of mikil og við nenntum ekki að sitja í umferðarteppu allan daginn. Sáum ekki eftir því að hafa farið að Emmuvatni í staðinn.

Framundan eru ýmis skemmtileg verkefni. Undirbúningur fyrir veturinn fer væntanlega fram á næstu vikum sem og annað áhugavert. Ég hlakka mikið til. Nú þegar er ein skírn framundan og tvö brúðkaup.  Ég er líka á leiðinni á æskulýðsmót sem ber heitið Clay - það er mót á vegum Anglíkönsku og Lúthersku kirkjunnar hér í Kanada - Clay stendur fyrir Canadian Lutheran Anglican Youth Gathering. 12 krakkar úr minni kirkju fara á mótið og ég fer með ásamt öðrum leiðtogum. Mikið verður nú gaman að sjá hvernig þau gera þetta hér í samanburði við okkur :)

Ég hef ákveðið að reyna að muna að blogga a.m.k. einu sinni í viku - við skulum sjá hvort ég hafi elju í það :)

4 comments:

  1. Guðrún Þóra5 August 2012 at 17:00

    Yndislegt að heyra að það fari vel um þig í kirkjunni :)

    ReplyDelete
  2. Góða skemmtun á mótinu. Þú gaukar að okkur góðum punktum fyrir landsmót ef þú verður einhvers vör :-)

    ReplyDelete
  3. Gaman að þessu, Íris. Ég ætti e.t.v. að kallast á við þig, því að þótt ég sé búinn að þjóna hér ytra síðan 1. maí, þá er ég jafngrænn á bakvið eyrun og þú, í þessu.

    Ég er sjálfur búinn að fara í tvær ferðir með fermingarbörnum vinar míns frá í gamla daga, aðra upp í fjöll og hina til Parísar, og ég get sagt að hlutir eru skemmtilega annarskonar og skemmtilega eins á milli landanna.

    ReplyDelete
  4. Þarna kannast ég við kerlu, ís og góður rúntur :-)
    Gaman að heya hvað það gengur vel hjá þér.

    ReplyDelete