Monday 30 July 2012

Myndir frá fyrstu viku

Þá er komið að myndbirtingu - vildi frekar setja þær hér inn heldur en á Facebook. Sjáum til hvernig þetta virkar ......

....... júbb - allt í gúddí, sýnist mér. Kíkið á :)

Stofan á Einu og hálfu stræti vestur númer 1901, íbúð 301. Jú, strætið heitir 1 1/2 Avenue West - ég veit, hrikalega fyndið!

Þá er það eldhúsið með stóra ískápnum

Gestaherbergið með litla sæta sjónvarpinu

Baðherbergið með stóru sætu konunni í speglinum :)

Þvottaherbergið - þvottavél og þurrkari - það kemst sko mikið inn í þessi tæki!

Og svo auðvitað meyjardyngjan :)

Húsið að utan - bjútifúl!

Sjáið bara hvað fólkið í söfnuðinum hafði sett á skiltið fyrir utan kirkjuna!

Ritningarversið úr 12. kafla 1. Mósebókar segir: „Drottinn sagði við Abram: Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á." Aldeilis viðeigandi! :)

Nýja glæsikerran - fyrsti jeppinn sem ég hef átt, þó smár sé. Hyundai Santa Fe 2004 árg.

Lítur vel út, þessi elska, ekki satt?

Spurning um að fá sér einkanúmerið Sérann að framan :) Það eru nefnilega bara númer á bílum að aftan í henni Kanödu - númerið á þessum bíl er 630 IMJ

6 comments:

  1. Glæsilegt, gaman að sjá myndir - verður eitthvað svo áþreifanlegra :)

    Skiltið er náttúrulega snilld og glæsikerran ómæ......

    kv, K

    ReplyDelete
  2. Frábært Íris, þér á örugglega eftir að líða mjög vel þarna. :0)
    Kv.
    Lísa María

    ReplyDelete
  3. Elsku Íris, gangi þér súpervel á nýjum heimaslóðum.
    Kveðja,
    Gróa

    ReplyDelete
  4. Vá þetta lítur allt afar vel út ; )

    ReplyDelete
  5. Gaman að sjá myndir :) Skemmtileg kveðjan á skiltinu - þau kunna þetta í vestrinu. Vonandi hefurðu það gott!
    Sveppurinn

    ReplyDelete
  6. Flott hjá þér darling og klárlega verður þú að setja Sérann framan á :-)

    ReplyDelete