Saturday 21 July 2012

Síðustu dagarnir fyrir brottför

Það fer að koma að því. Íbúðin er seld, mótorhjól og bíll ekki, en faðir og klerkur búnir að fá umboð til sölu. Location: Ma og Pa. Departure: Mánudagur.

Annasamur tími að baki. Það er nú meira vesenið að flytja, hvað þá til Kanada. Búin að komast að því að það hefði verið miklu auðveldara að verða prestur í Noregi - en það er bara ekki eins spennandi! So what þó að þetta sé vesen - þetta er líka skemmtilegt! Tilhlökkun er í hjarta, enginn kvíði, þó ótrúlegt megi virðast. Gott fólk bíður í Prince Albert, Saskatchewan í Messiah Lutheran Church - og um leið kveð ég gott fólk hér á Íslandi.

Grái fiðringurinn gerir vart við sig á marga vegu. Ég bauð hann velkominn inn í mitt líf, hlustaði á hann og ákvað að fara eftir því sem hann stakk upp á. Eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi - eru einkunnarorð þessa fiðrings. Hljómar vel í mínum eyrum. Ég vona að ég muni einnig hlusta á hann síðar því þetta nýja og öðruvísi er alltaf mikilvægt. Einnig dirfska - vonandi á ég nóg af henni.

Verið sæl, öllsömul sem mig þekkið hér á landi - hlakka til að segja ykkur fleiri fréttir, í næsta skipti verður það frá Kanada. Bless bless, adieu, auf wiedersehen, goodbye, farvel!

9 comments:

  1. Gangi þér vel elsku vinkona! Nú er bara að fara að skipuleggja klerkaferð til Kanada :).

    ReplyDelete
  2. Góða ferð.
    Hefuru googlað "Prince Albert"? Ætlaði að finna bæinn og brá við að sjá það sem kom fyrst upp. Út í hvað er presturinn að fara?

    Kveðja
    Rúnar

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete
  4. Flott að bloggið er komið af stað.Miklu skemmtilegra að lesa það heldur en fésið. Svo er þessi hér með góðar upplýsingar um hvernig hægt er að leysa "bloggvesen" : http://sewmanyways.blogspot.com/p/blog-parties.html
    Góða ferð

    ReplyDelete
  5. Taka tvö.....góða ferð og njóttu vel kæra vinkpna. Hlakka til að heyra ferðasöguna :)

    kv, K

    ReplyDelete
  6. Kæra Íris vegni þér vel í úttlandinu, kveðja Edda

    ReplyDelete
  7. Bíð spennt eftir næsta bloggi ;O)

    ReplyDelete