Sunday 9 December 2012

Vertu velkomin/n!

Ég hef alltaf verið óþolinmóð manneskja. Að minnsta kosti þegar kemur að heimili mínu. Þá á ég við að í hvert skipti þegar ég flyt eitthvert (og svo sannarlega hef ég gert mjög mikið af því í gegnum tíðina!) þá reyni ég að koma öllu í rétt horf sem fyrst. Ég hef ekkert breyst eftir að ég kom til Kanada, það er augljóst. Nú eru þrjár vikur síðan ég flutti og allir hlutir sem ég ætlaði mér að kaupa eru komnir í hús og allt komið á réttan stað sem var í kössum. Það nýjasta er fullklárað gestaherbergi. Mamma og pabbi, þið getið komið á morgun ef þið viljið!

Þannig er mál með vexti að í síðustu viku var ég að velta fyrir mér hvort ég ætlaði virkilega að hafa gestaherbergið tómt í allan vetur. Ég var búin að kaupa plastkassa fyrir geymsludótið og þar með tæma alla pappakassa, koma þessu fyrir úti í skúr í nýju hillunum svo gestaherbergið var þess vegna galtómt. Þannig hefur það verið í viku. Það var yfirdrifið nógu langur tími fyrir hina óþolinmóðu hússtýru! Á föstudag skellti ég mér í húsgagnaleiðangur og keypti rúm og tvær kommóður. Voila! Gestaherbergið er klárt! Hér sjáið þið svo árangurinn:

Þetta hlýtur að vera nógu stórt fyrir ykkur, mamma og pabbi - er það ekki??

Er mjög ánægð með þessar kommóður (sem ég er þegar búin að fylla) - þess má geta að á efstu skúffurnar er hægt að setja mismunandi lit á plöturnar fyrir innan - er að spá í að skella eðalgrænu þarna við tækifæri, nú eða rauða litnum! Gestir sem koma í heimsókn og nota herbergið mega svo velja litina sjálfir :)

Ég hef fengið nokkra tölvupósta frá fólki sem vill endilega fá að vita heimilsfangið hjá mér. Það er auðvitað ekkert leyndarmál - hér kemur það:

Íris Kristjánsdóttir
#26 3701 4th Avenue West
Prince Albert, SK, S6W 0A3
Canada

Síðustu vikur hafa verið stórskemmtilegar bæði í lífi og starfi. Nóg að gera á aðventunni, svolítið öðruvísi erill en heima en engu að síður yndislegur. Fjölmargir eru farnir að skreyta húsin sín, rétt eins og á Íslandi - ég sendi ykkur eina mynd til gamans af mjög svo skreyttu húsi nokkuð nálægt kirkjunni minni. Minnir svolítið á hús Griswold fjölskyldunnar frægu. Gleðilega aðventu, kæru vinir!

Vantar kannski "extreme close up" af þessu en þið látið bara ímyndunaraflið njóta sín :)


4 comments:

  1. Mikið er orðið flott hjá þér!!!
    Ekki lengi að þessu öllu!
    Til hamingju mín kæra.
    Nú bíð ég bara eftir að sjá hjól eftir jól ;O)
    Híhíhí

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hehe - hjólið kemur vonandi von bráðar! By the way - herbergið er líka tilbúið fyrir þig, mín kæra - og bleiki liturinn í skúffurnar væri auðvitað fullkomið val hjá þér! hehe - vertu velkomin hvenær sem þér hentar :)

      Delete
    2. Hehe - hjólið kemur vonandi von bráðar! By the way - herbergið er líka tilbúið fyrir þig, mín kæra - og bleiki liturinn í skúffurnar væri auðvitað fullkomið val hjá þér! hehe - vertu velkomin hvenær sem þér hentar :)

      Delete
    3. Takk mín kæra!
      Aldrei að vita nema ma'r banki upp á einhvern daginn ;O) B.T.W. ég verð í henni Ameríku um jólin...Florida með Hómari og co....svo við verðum á svipuðu tímabelti ;O)

      Delete