Monday 3 December 2012

Jólalegt um að litast

Það snjóaði heil ósköp síðustu nótt. Hér er snjórinn auðvitað búin að vera síðasta mánuðinn en það bætti all verulega í hann núna, svona ca. 10-15 cm. Það þýddi auðvitað að ég þurfti að taka fram skófluna og moka bílastæðið. Kannski ekki alveg rétt orðað því ég þurfti þess ekki, ég hefði alveg getað látið vera að ýta snjónum í burtu, en ég komst að þeirri niðurstöðu að fyrir manneskju sem þolir gersamlega enga líkamsrækt þá væri nú ágætt að púla svolitla stund við snjómokstur. Hér sjáið þið afraksturinn:
Inngangurinn - og jólaskraut á hurðinni :)

Fallegt, ekki satt?

Sko - ég mokaði mun betur en nágranninn! :)

Ég er enn að bæta við hlutum í nýja húsið. Keypti hillur í forstofuna og körfur í hillurnar í þvottahúsið. Kemur bara vel út, finnst mér. Síðan keypti ég líka geymsluhillur í bílskúrinn og þvottahúsið. Já, ég veit. Ég hefði alveg geta beðið með það en ég er bara svolítið óþolinmóð manneskja. Fékk mér einnig nokkra plastkassa til að geyma dót í. Niðurstaðan er sú að nú eru engir kassar í aukaherberginu lengur. Það er galtómt! Búin að koma öllu fyrir á sinn stað og er bara harla ánægð með það!


Hillur í bílskúrnum - þessar verða svo fullar af plastkössum :)

Hillur í þvottahúsi - alls konar drasl

Annað sjónahorn af hillum í þvottahúsi

Hillur í forstofu. Keypti líka körfur í hillurnar - nokkuð flott!

Körfurnar í þvottahúsinu. Er mjög ánægð með þær!

Svo hef ég verið að dunda mér við að setja jólaskrautið upp. Það er ekki mikið, en ég gæti trúað að ég eigi eftir að kaupa eitthvað meira þegar líður á aðventuna. Jólatréð keypti ég heima fyrir jólin í fyrra. Ákvað að hafa rautt þema þetta árið, mér finnst það passa vel við teppið í stofunni! Er líka búin að setja upp gardínur í stofuna, þá kom auðvitað í ljós að ég hafði verið aðeins of fljót á mér að setja "Drottinn blessi heimilið" upp fyrir ofan gluggana - stafirnir sjást ekki alveg nógu vel núna. En það verður bara að hafa það! Ég var mjög ánægð þegar ég fann dagatalakerti í Jysk (Rúmfatalagernum), ég hef alltaf keypt svoleiðis kerti á aðventu. Nú þarf ég bara að muna eftir að kveikja á því á hverjum degi :)

Kæru vinir - gleðilega aðventu, gangi ykkur vel við jólaundirbúninginn!

Stofan með krönsum í gluggum

Gamla góða jólatréð mitt sem ég gerði - fann meira að segja 35 ljósa seríu í það! Og svo auðvitað dagatalakertið og engillinn frá Kristiboðssambandinu

Aðventukransinn og jólasveinninn. Hér eru þrjú kerti fjólublá og eitt bleikt á aðventukransinum

Fallega hreindýrið úr Rúmfatalagernum. Mig langar í fleiri!

Og svo auðvitað jólatréð .....

.... jólaslaufan .....

.... og aðventuljósið í glugganum, beint fyrir ofan fjölskyldumyndirnar :)

3 comments:

  1. Mikið er orðið jólalegt hjá minni ;O) Til hamingju með þetta allt mín kæra.

    ReplyDelete
  2. Gudrun Finnbjarnardottir10 December 2012 at 11:42

    Ertekki að djóka með þetta jólatré!!?? ;-)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hehe - er það ekki nógu stórt fyrir þig, Guðrún mín?! :)

      Delete