Frá því ég kom hingað hef ég búið í blokkaríbúð góðra safnaðarmeðlima sem voru svo yndisleg að lána mér íbúðina sína í nokkra mánuði. Sjálf búa þau í sumarhúsinu sínu um 30 km frá bænum. Eins og áður hefur komið fram í bloggi frá mér þá hef ég verið að bíða eftir raðhúsaíbúð sem er í byggingu. Samkvæmt upplýsingum frá leigusala þá var áætlað að íbúðin mín yrði tilbúin í janúar/febrúar. Í síðustu viku fékk ég hringingu frá leigusala sem sagði mér að íbúð hefði losnað. Þannig var að þau höfðu reynt að ná sambandi við konu sem átti að fá afhent núna í nóvember, en hún svaraði aldrei í síma. Loks heyrðu þau frá ættingjum konunnar og kom þá í ljós að blessunin hafði látist um tveimur vikum fyrr. Leigusalinn spurði mig hvort ég vildi íbúðina og að sjálfsögðu sagði ég já! Þetta er endaraðhús og því mun betur staðsett en það sem ég átti að fá í janúar. Undanfarna viku hef ég verið að undirbúa flutninga á fullu, kaupa húsgögn, láta tengja sjónvarp og internet, þrífa bæði nýja og eldra heimilið og svo auðvitað taka upp úr endalausum fjölda af kössum. Ég er afskaplega ánægð með íbúðina. Ég var heppin við húsgagnakaupin, fékk flott og góð húsgögn á afsláttarverði. Ég keypi sófasett, stofuborð og 2 önnur borð, 50" sjónvarp og sjónvarpstand, eldhúsborð og 4 stóla, 2 barstóla, borð í forstofu, Queen-size rúm, náttborð, skenk og kommóðu á 5400 kanadíska dollara, 675 þúsund íslenskar. Það finnst mér vel sloppið! Að auki hef ég svo auðvitað keypt ýmislegt annað, s.s. lampa, mottur og þess háttar en ég er mjög ánægð með árangurinn. Það verð ég að segja að húsgagnakaup eru ekki það skemmtilegasta sem ég geri svo ég er svo fegin að þetta er búið! Það eina sem ég á eftir að kaupa eru hillur og auka kommóða - og svo auðvitað rúm fyrir gestaherbergið! Mamma og pabbi, það verður komið í hús áður en þið komið í heimsókn!
Ég er þegar búin að koma mér vel fyrir, myndirnar mínar komnar á veggina og allt í góðum gír. Ég er svo glöð að geta loksins notað mína hluti, s.s. eldhúsáhöld! Gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið ég saknaði þeirra! Hér fyrir neðan getið þið séð myndir af herlegheitunum. Næstu helgi mun ég svo setja jóladótið upp og þá vonandi sýna ykkur fleiri myndir. Lifið heil!
Svefniherbergið fyrir flutninga
Stofan - sjónvarpsstandurinn, kassar ....
.... og svo sjónvarpið, ennþá í kassanum, sem og barstólarnir í tveimur kössum og lampar í einum!
Drasl í gestaherberginu - kassar og plast út um allt!
Stofan tilbúin - athugið að það er hægt að færa sjónvarpið til beggja hliða!
Fallega sófasettið mitt og þessi líka meiriháttar motta! Fékk púðana ókeypis með sófunum :)
Eldhúsið - öll eldhústæki fylgdu með. Og sjáið barstólana! Viðurinn í innréttingunni er Hickory
Séð úr stofu og inn í eldhús - einn einmanna eldhússtóll við hliðina á sjónvarpinu
Hér sjáið þið eldhúsborðið frá eldhúsinu
Betri mynd af eldhúsborði og út með ganginum. Allt þetta setti ég saman :)
Borð í forstofu með körfum - gott fyrir trefla, húfur, vettlinga og þess háttar. Tók mig langan tíma að setja þetta saman!
Útidyrahurðin og dyrnar út í bílskúr. Á borðinu er hitamælir, kuldinn úti í kvöld er -15 gráður :)
Séð inn með ganginum
Og lengra inn með ganginum
Er þetta ekki flott!?
Að sjálfsögðu blessar Drottinn heimilið - og Íslandsklukkan er á sínum stað!
Baðherbergið. Í speglinum sjáið þið að ég hef þegar sett upp klósettrúlluhaldarann!
Hitaveitusystemið - frekar hávært fyrirbæri! Og auðvitað þrifáhöldin - á eftir að setja hillur þarna
Þvottavél og þurrkari - fylgdi með - risastór fyrirbrigði! Snilld!
Svefniherbergið - risastórt rúm!
Skenkurinn - þarna ætla ég að setja fjölskyldumyndirnar :) Náttborðið er í hvarfi, rúmið er svo hátt!
Kommóðan
Rúmið og innbyggði fataskápurinn - á eftir að finna eitthvað til að setja á vegginn fyrir ofan rúmið!
Mesta draslið horfið úr gestaherberginu. Bara "nokkrir" kassar eftir :)
Til hamingju. Þetta er virkilega flott. Hús og híbýli gætu alveg kíkt í heimsókn. Íslandsklukkan og textinn á veggnum koma rosalega vel út. Bíð svo spenntur að sjá þegar það verður komið mótorhjól í skúrinn.
ReplyDeleteTakk Rúnar - já, ég er mjög ánægð með allt saman hér! Og mótorhjólið verður klárlega myndað þegar það kemur í skúrinn! :)
DeleteEkkert smá flott hjá þér =) Til lukku með þetta allt saman !
ReplyDeleteVissi að þú finndir hamingjuna þarna. 50" sjónvarp:-)
ReplyDeleteSæl Frænka!
ReplyDeleteÆðisleg íbúð hjá þér og flott húsgögn, einnig er gaman að sjá allt þetta íslenska handverk :-)
Innilega til hamingju!
Bkv.Begga
Gaman að sjá! og dugleg ertu.
ReplyDeleteBestu kveðjur,
Erla, Kjartan, Stephan, Benedikt og Guðrún Fanney
Thank You and I have a dandy present: When Home Renovation 1970's split level remodel
ReplyDelete