Wednesday 24 October 2012

Hrekkjavaka, snjór og hús (samt ekki snjóhús :)

Snjórinn er kominn í Prince Albert. Kominn til að vera. Að öllum líkindum verður hann hér þangað til í mars eða apríl, jafnvel lengur. Hann kemur ekki og fer, eins og heima á Íslandi. Hann heldur sig á staðnum allan veturinn hér um slóðir. Eins gott að fara að huga að vetrarskónum, úlpunni, húfunni og vettlingunum. Frostið hefur enn ekki náð að bíta sig við bæinn en sennilega er stutt í það. Þá fyrst fer kerlingin að skjálfa.

Fyrir utan Messiah Lutheran Church þriðjudaginn 23. október 2012

Í næstu viku, miðvikudaginn 31. október, er svo hrekkjavakan. Nú þegar hafa margir skreytt húsin sín með alls kyns hrekkjavökudóti, meðal annars ég. Mér fannst nú mikilvægt að setja mig inn í alla góða kanadíska siði, og að skreyta hús sitt með hrekkjavökudóti er einn þeirra. Um helgina (helgina fyrir hrekkjavöku) skilst mér að venjan hjá mörgum sé að halda grímupartý, bjóða í mat og þess háttar. Sjálf fer ég í matarboð hér í blokkinni minni á föstudagskvöld. Þá er öllum boðið í kalkúnaveislu (enn ein kalkúnaveislan þetta haustið!). Hér sjáið þið hrekkjavökudótið mitt:

Hrekkjavaka á Einu og Hálfu Stræti Vestur

Ljósin í bænum

Þess má geta að þetta er plast grasker, ekki ekta. Það er rafhlöðuknúið og skiptir litum :)

Tvö púða grasker

Grænn Frankenstein - ekkert svo afskaplega óhugnarlegur, greyið

Appelsínugula graskeraljósaserían á svölunum

Það er nefnilega það. Konan er orðin skreytingaóð. Bíðið bara þangað til jólin koma. Þá fáið þið að sjá þvílíka ljósasjóið! :)

Þar síðustu helgi var opið hús í raðhúsalínunni þar sem framtíðarheimilið mitt er. Tvö hús voru tekin í notkun um miðjan mánuðinn og áður en íbúarnir fluttu inn var opið hús fyrir hina sem bíða, svona til að sýna okkur hvernig þetta verður. Samkvæmt leigusölunum verður íbúðin mín líklega tilbúin í byrjun janúar, ef allt gengur vel. Ég hlakka sannarlega til! Hér fáið þið að sjá myndir af íbúð/húsi númer 31, mitt verður númer 19 (eins og æskuheimilið hið forna :).

Fataskápurinn í svefniherberginu

Þvottahúsið - þvottavél og þurrkari, leigt með íbúðinni!

Sturtan - ekkert baðkar, því miður

Baðherbergið


Dökk mynd af stofunni - stór gluggi og svalahurð. Í minni íbúð er útsýni yfir tré og náttúru.
Ég sé mun sjá yfir í gamlan kirkjugarð. Það finnst mér notaleg tilhugsun :)

Útidyrahurðin

Bílskúrinn - innangengt frá íbúðinni

Húsið að utan

Eldhúsið

Öll eldhústæki fylgja, líka örbylgjuofn!

Fínasti skápur :)

Og svo auðvitað nokkuð stór ískápur - ekki veitir af!

Nú bíður konan auðvitað spennt eftir flutningum. Þó vil ég auðvitað nefna að mér líður mjög vel í blokkinni, fólkið er afskaplega vinalegt og íbúðin mjög þægileg. Verð þó að viðurkenna að ég hlakka til að fara að nota mín eigin eldhúsáhöld og annan búnað sem nú situr sem fastast í kössum.

Þá held ég að nóg sé komið í þetta sinnið - njótið vetrarins!

No comments:

Post a Comment